Lyftur sem virka eins og til er ætlast eru jafn mikilvægur hluti af daglegu lífi í íbúðarhúsi og þær eru í háreistum háhýsum. Ef lyftan er óáreiðanleg veldur það oft falinni – og umtalsverðri – kostnaðarhækkun. Fyrirvaralausar bilanir geta leitt til umtalsvert hærri viðgerðarkostnaðar en vel ígrunduð og forvirk viðhaldsáætlun.
Það er ekki bara þreytandi fyrir íbúana þegar lyftur eru sífellt að bila, það getur líka valdið vandamálum í tengslum við kröfur í gildandi lögum og skapað öryggisáhættu. Auk þess geta ítrekaðar bilanir skaðað orðspor hússins og rýrt heildarverðmæti þess sem fasteignar.
Í samstarfi við KONE færðu aðgang að þjónustu sérfræðinga á heimsvísu og getur bæði tryggt að lyfturnar virki alltaf án vandkvæða og að bókhaldið fari ekki á hliðina. Hver er árangurinn? Færri óþægilegar uppákomur, færri kvartanir – og þú getur treyst því að fjárfestingin þín haldi áfram að skila sér, bæði fyrir þig og öll þau sem búa í byggingunni sem þú hefur umsjón með.