Lyftur fyrir íbúðarhúsnæði sem hjálpa þér að byggja upp betri hverfi

Ertu að skipuleggja íbúðaverkefni?

Uppgötvaðu hvernig KONE getur hjálpað þér að byggja upp betra hverfi frá grunni. 

Er lyftan sífellt að bila? Gerum eitthvað í því: Með KONE-lyftum fyrir íbúðarhúsnæði verður auðveldara að halda rekstarkostnaðinum í skefjum

KONE_elevator_in_residential_building_01:720x720%281-1%29

Lyftur sem virka eins og til er ætlast eru jafn mikilvægur hluti af daglegu lífi í íbúðarhúsi og þær eru í háreistum háhýsum. Ef lyftan er óáreiðanleg veldur það oft falinni – og umtalsverðri – kostnaðarhækkun. Fyrirvaralausar bilanir geta leitt til umtalsvert hærri viðgerðarkostnaðar en vel ígrunduð og forvirk viðhaldsáætlun.

Það er ekki bara þreytandi fyrir íbúana þegar lyftur eru sífellt að bila, það getur líka valdið vandamálum í tengslum við kröfur í gildandi lögum og skapað öryggisáhættu. Auk þess geta ítrekaðar bilanir skaðað orðspor hússins og rýrt heildarverðmæti þess sem fasteignar.

Í samstarfi við KONE færðu aðgang að þjónustu sérfræðinga á heimsvísu og getur bæði tryggt að lyfturnar virki alltaf án vandkvæða og að bókhaldið fari ekki á hliðina. Hver er árangurinn? Færri óþægilegar uppákomur, færri kvartanir – og þú getur treyst því að fjárfestingin þín haldi áfram að skila sér, bæði fyrir þig og öll þau sem búa í byggingunni sem þú hefur umsjón með.

Lyftur fyrir íbúðarhúsnæði sem hjálpa þér að byggja upp betri hverfi

Lyftur fyrir íbúðarhúsnæði sem hjálpa þér að byggja upp betri hverfi

Hvernig geta KONE-lyftur fyrir íbúðarhús auðveldað þér að gera nærumhverfið betra?

nbs_awareness_need-identification_low-end-residential-Article_image_06:720x720%281-1%29

KONE-lyftur fyrir lágreistar byggingar eru hannaðar til að auðvelda lífið fyrir bæði fólkið sem býr í húsinu og umsjónaraðila fasteignarinnar.

  • Snurðulaus og hljóðlát notkun: Eykur þægindi íbúanna og dregur úr hávaðamengun
  • Mikil orkunýting: Minnkar orkunotkun og styður við sjálfbærnimarkmið
  • Gott aðgengi: Tryggir örugga og þægilega notkun fyrir fólk á öllum aldri og með hvers konar færni
  • Sveigjanleg hönnun: Býður upp á sérsniðnar útfærslur og grunnstillingar sem henta þörfum hverrar byggingar fyrir sig
  • Skuldbinding um sjálfbærni: Við notum umhverfisvænan efnivið og umhverfisvænar tæknilausnir til að minnka umhverfisáhrifin af búsetu í nærumhverfinu til langs tíma

KONE-lyftur fyrir íbúðarhús gera annað og meira en bara að flytja fólk á milli hæða – þær stuðla að skilvirkni og hagkvæmni í nærumhverfinu og gera daglegt líf betra og þægilegra. Kostirnir fyrir þig eru að tímaáætlanirnar standast, kostnaðurinn fer ekki úr böndunum og þú gengur að gæðum og langri endingu vísum.

Lyftur fyrir íbúðarhúsnæði sem hjálpa þér að byggja upp betri hverfi

Lyftur fyrir íbúðarhúsnæði sem hjálpa þér að byggja upp betri hverfi

Með KONE njóta lágreist íbúðarhús góðs af þekkingu sérfræðinga á heimsvísu

nbs_awareness_need-identification_low-end-residential-Article_image_02:720x720%281-1%29

Þegar kostnaðurinn má helst ekki aukast, íbúarnir gera miklar kröfur og tímaáætlanir verða að standast vegur hver ákvörðun sem tekin er þungt. Þess vegna er KONE þér innan handar frá upphafi til enda byggingarferlisins til að tryggja þér lyftur sem eru hannaðar fyrir alvöru fólk, alvöru byggingarverkefni og daglegt líf eins og það er.

  • Klæðskerasniðnar fyrir íbúðarhús: Hannaðar til að mæta þörfum íbúa í lágreistum íbúðarbyggingum – hljóðlátar, áreiðanlegar og virka alltaf sem skyldi
  • Minni byggingarkostnaður: Lyftur án vélarhúss sem þurfa minna pláss minnka flækjustigið og kostnaðinn
  • Fullt samhæfi: Uppfylla allar kröfur í reglugerðum og öryggisreglum á hverjum stað – án nokkurra óvæntra vandamála
  • Innbyggður orkusparnaður: Besta orkunýtnin innan geirans, sem leiðir til stiglækkunar á rekstrarkostnaði, ár eftir ár
  • Stafrænar lausnir sem staðalbúnaður: Stafrænir eiginleikar frá fyrsta notkunardegi – lyfturnar okkar eru fullbúnar fyrir framtíðina, með fyrirsjáanlegum viðhaldsáætlunum í fjarþjónustu
  • Varahlutir um alla framtíð: Tryggt aðgengi að íhlutum mörg ár fram í tímann þýðir minni biðtíma og lægri líftímakostnað
  • Starfsfólk á staðnum, snurðulaus uppsetning: Sérþjálfað starfsfólk á staðnum sér til þess að varan verði afhent og sett upp á réttum tíma – og alltaf innan kostnaðaráætlunar

Ertu að leita að hagkvæmum lyftum fyrir heimilið?

Byggjum saman betri hverfi. Hafðu samband við KONE í dag til að fá frekari upplýsingar um hvernig við getum lyft næsta íbúðaverkefni þínu.

IS - General contact form













Athugið að með því að senda inn eyðublaðið varðveitum við persónuupplýsingar þínar. Vinsamlegast skoðið persónuverndarstefnu okkar fyrir frekari upplýsingar um persónuupplýsingar.

Cookies

We use cookies to optimize site functionality and to give you the best possible experience while browsing our site. If you are fine with this and accept all cookies, just click the 'Accept' button.

You can also review our privacy statement.