Gervigreind
Forspárviðhald sem byggir á gervigreind eykur verðmæti byggingarinnar þinnar og lengir líftíma tækjanna þinna.
Ásamt gervigreindinni fylgjumst við með lyftunni þinni eða rúllustiganum þínum allan sólarhringinn. Þetta er eins og að hafa tæknimann tiltækan á staðnum 24/7. Þetta gerir okkur kleift að veita þér mikilvægar upplýsingar um væntanlegt viðhald og bera kennsl á hugsanleg vandamál áður en þau valda rekstrartruflunum. Búnaðurinn getur sjálfur látið okkur vita ef hann verður óvirkur eða upp koma vandamál eða bilun sem síðar getur valdið rekstrarstöðvun. Þetta gerir okkur kleift að takast á við vandamálin þín hraðar, og oftast áður en þau koma upp. Með fjarþjónustu okkar (Remote Service) virkjaða getum við að auki framkvæmt aðgerðir með fjartengingu. Við getum til dæmis, á innan við 1 mínútu losað einhvern sem er fastur í lyftuklefa með því að fjarstýra lyftunni. Fjartengingin gerir okkur einnig kleift að endurræsa tækið, framkvæma bilanagreiningar og uppfæra hugbúnaðinn. Þær upplýsingar sem 24/7 tengingin veitir, gerir tæknimönnum okkar kleift að undirbúa sig áður en þeir koma á staðinn til þín. Það þýðir að þeir geta tekið með sér þann búnað sem þeir þurfa á að halda í einni ferð þegar þeir heimsækja þig, sem leiðir til hraðari úrlausnar málsins. Þá geta þeir einnig skipulagt ferðir sínar til að aka styttri vegalengdir og vernda þar með umhverfið og minnkað kolefnislosun. Þannig að saman getum við verndað umhverfið og sparað þér bæði tíma og kostnað.
Forspárviðhald sem byggir á gervigreind eykur verðmæti byggingarinnar þinnar og lengir líftíma tækjanna þinna.
Stöðug rekstrarstöðu- og áhættugreining dregur úr hættu á bilunum og bætir áreiðanleika tækjanna. Fjaruppfærslur og prófanir tryggja að lyftan þín sé alltaf með nýjasta hugbúnaðinn.
Eftirlit allan sólarhringinn þýðir að þú ert strax látinn vita ef vandamál koma upp. Það gefur þér tækifæri til að skipuleggja viðhaldið fyrirfram. Þú getur einnig fengið aðstoð frá okkur til að grípa strax til aðgerða með fjartengingu við tækið.
KONE 24/7 hefur þegar bætt áreiðanleika og afköst tugþúsunda mismunandi tækja í byggingum af öllum gerðum.
Vöktun allan sólarhringinn eykur öryggi og bætir aðgengi allra. Lokaniðurstaðan: Ótruflað flæði fólks og ánægðir notendur.
Með því að bera kennsl á og laga bilanir áður en þær valda rekstrartruflunum sparar þú sem umsjónarmaður fasteigna tíma og dregur úr streitu og vinnuálagi.
Eftir 24 mánuði af fyrirbyggjandi viðhaldi höfum við fækkað rekstrarstöðvunum um allt að 50%.
Snjallt fyrirsjáanlegt viðhald og viðhaldsáætlun sem byggir á staðreyndum hjálpar þér að vera alltaf skrefinu á undan til að taka betri fjárfestingarákvarðanir og lengja endingu búnaðarins.
Við getum hjálpað þér að bregðast við allt að 73% yfirvofandi vandamála á fyrirbyggjandi hátt.
Notendur tilkynna að meðaltali 30% færri vandamál eftir 24 mánuði með fyrirsjáanlegu viðhaldi okkar.
Snjallt fyrirbyggjandi viðhald sem heldur byggingunni þinni gangandi.
Við fylgjumst stöðugt með virkni búnaðarins þíns.
Gervigreindin greinir viðhaldsþörf og uppgötvar hugsanleg vandamál áður en þau valda rekstrartruflunum.
Tæknimenn okkar fá upplýsingar til að leysa vandamál fljótt og örugglega á sama tíma og við upplýsum þig um okkar vinnu og árangur hennar.
Með því að virkja fjarþjónustu getum við bæði stjórnað lyftunni þinni og gert hugbúnaðaruppfærslur án þess að vera á staðnum
Fyllið út eyðublaðið hér fyrir neðan fyrir almennar fyrirspurnir. Við gerum okkar besta til þess að svara rafrænum fyrirspurnum innan 48 klukkutíma á virkum dögum eða næsta virka dag eftir helgar- eða frídaga.