Af hverju að uppfæra með KONE?

FJÁRFESTING SEM BORGAR SIG

Uppfærsla á lyftum með KONE bætir öryggi, áreiðanleika, aðgengi og útlit og minnkar einnig orkunotkun.

ÁNÆGÐARI NOTENDUR

Áreiðanlegar, þægilegar og aðgengilegar lyftur sem bæta lífsgæði allra í byggingunni.

VANDRÆÐALAUS UPPSETNING

Faglegt uppfærsluferli okkar lágmarkar truflun íbúa og gesta.

Getum við hjálpað þér að velja pakkalausn sem hentar þínum þörfum best?

VIÐ ERUM MEÐ ÞÉR Í HVERJU SKREFI

VIÐ ERUM MEÐ ÞÉR Í HVERJU SKREFI

Við styðjum þig í hverju skrefi í uppfærsluferlinu, allt frá skipulagningu og uppsetningu til afhendingar. Með áframhaldandi viðhaldi og eftirlitsþjónustu erum við til staðar í gegnum líftíma byggingarinnar þinnar.

Kostir uppfærslu á lyftum

img_D8I1606_highlight_680x425

Afkastageta

Með endurnýjun verða biðtímar styttri, færri viðgerðir, lægri rekstrarkostnaður og minni óánægja hjá íbúum og gestum. Nútímalegar sjálfvirkar hurðir og hljóð- og ljósmerki tryggja fallegt útlit og að lyftan þín sé auðveld í notkun.

Öryggi

Nýstárlegar endurbætur okkar auka öryggi lyftunnar og gefa þér og notendum lyftunnar aukna hugarró. Með uppfærslu með KONE getur þú notið góðs af hagkvæmari lyftuhurðum, nákvæmari stöðvun í gólfhæð, bættri lýsingu, tvíhliða samtalskerfi í lyftuklefanum, neyðaraflgjafa við rafmagnsleysi og ýmislegt fleira

img_elevator-modernization-benefits-2-680x425
img_KONE_Feat_Old_Lady_Landscape-057_edit_highlight

Aðgengi

Með því að skipta út lyftunni í heild sinni er hægt að stækka lyftuklefann allt að 50% en með endurnýjun er hægt að setja inn breiðari hurðir til að bæta aðgengi fyrir einstaklinga í hjólastólum eða með barnavagna.

Sjónrænt útlit

Falleg lyfta fegrar bygginguna þína og eykur ánægju bæði íbúa og gesta sem nota lyftuna. Þú getur gerbreytt útliti og áferð á innréttingum lyftuklefans með nýjum hagnýtum og endingargóðum efnivið, nýstárlegu mynstri og áferð, nútímalegu litavali ásamt speglum og öðrum fylgihlutum.

img_KONE_Feat_NEB_247_Landscape_graphics-680x425
img_elevator-modernization-benefits-6-680x425

Tengjanleiki

Ef þú uppfærir lyftuna þína með KONE getur þú gert bygginguna þína framtíðarmiðaða með markaðsráðandi tengingartækni fyrir lyftur. Með tengdum lyftum getur þú búið til algjörlega nýja tegund af notendaupplifun með því að bæta við snjallþjónustukerfi bygginga og þjónustu sem gerir líf notendanna enn auðveldara og hagkvæmara.

Lausnir okkar til endurnýjunar á lyftum

cbblocks_442x294elevator

ÚTSKIPTING LYFTUNNAR

Með útskiptingu lyftunnar í heild sinni fjarlægjum við gömlu lyftuna og setjum inn nýja lyftu, í samræmi við aðgengisstaðla, í núverandi lyftustokk byggingarinnar. Við mælum með þessari lausn ef að:

  • lyftan þín er eldri en 25 ára
  • lyftan þín er óáreiðanleg, þröng eða hæg
  • einstaklingar eiga í erfiðleikum með aðgengi og notkun

MEÐALTÍMARAMMI 4-6 VIKUR *

cbblocks-442x294-tekniker2

ÁFANGASKIPT ENDURNÝJUN

Við getum uppfært afkastagetu og útlit lyftunnar og lækkað rekstrarkostnað með því að uppfæra kerfi í heild sinni – eins og drifbúnað, rafkerfi eða hurðir – í einu lagi. Áfangaskipt endurnýjun er tilvalin ef að lyftan þín er:

  • 15 til 20 ára gömul
  • notar mikið rafmagn
  • er ekki með nákvæma stöðvun í gólfhæð
  • er með úreltar og óhentugar innréttingar

MEÐAL TÍMARAMMI 1-2 VIKUR *

cbblocks-422x294-tekniker

UPPFÆRSLA Á ÍHLUTUM

Uppfærsla á íhlutum er fljótleg og hagkvæm leið til þess að gera endurbætur á hlutum eins og hurðadrifum, hljóð- og ljósmerkjum eða ljósakerfi. Þessar tegundir uppfærslu eru ráðlagðar fyrir lyftur sem eru:

  • meira en 10 ára
  • með vandamál eins og háværar hurðir eða með úrelt og óhentug hljóð- og ljósmerki

MEÐAL TÍMARAMMI1-2 DAGAR *

KONE DX LYFTUR – TENGJA MEIRA EN HÆÐIR

KONE DX LYFTUR – TENGJA MEIRA EN HÆÐIR

Algjörlega ný notendaupplifun með innbyggðum tengimöguleikum og allri hjálp og aðstoð sem þú þarfnast til þess að skipuleggja allt í smáatriðum. Það hefur aldrei verið betri tími til þess að uppfæra lyftuna þína heldur en með nýju KONE DX lyftunni.

Cookies

We use cookies to optimize site functionality and to give you the best possible experience while browsing our site. If you are fine with this and accept all cookies, just click the 'Accept' button.

You can also review our privacy statement.

WELCOME TO KONE!

Are you interested in KONE as a corporate business or a career opportunity?

Corporate site

Would you like to find out more about the solutions available in your area, including the local contact information, on your respective KONE website?

Your suggested website is

We couldn't determine a local website for you

Go to your suggested website